Íbúðir í Austurhólum seldust fljótt

Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, til vinstri, og Pálmi Pálsson verktaki.
Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, til vinstri, og Pálmi Pálsson verktaki. mbl.is/Sigurður Bogi

Samtakamáttur sást í verki á laugardag þegar flutt var inn í nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi við Austurhóla á Selfossi. Öllum kaupendum voru afhentir lyklarnir á sama degi og þá strax tók fólk til óspilltra málanna við að bera kassa, borð, stóla, rúm og annað slíkt. Fjölskyldur hjálpuðust að og stemningin var góð. Alls eru 35 íbúðir í húsinu nýja, sem er sex hæðir og hæsta bygging á Selfossi.

Verktakafyrirtækið Pálmatré reisti húsið, en á síðustu árum hefur á þess vegum verið unnið að mörgum verkefnum á Selfossi. „Áhuginn á íbúðum í þessu húsi var mikill. Ég trúi því líka að þetta sé góður staður til að búa á,“ segir Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri.

Blokkin nýja er sex hæðir.
Blokkin nýja er sex hæðir. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »