Ríkið hyggst selja stórhýsi

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Golli

Veitt er heimild til sölu margra ríkiseigna í nýju fjárlagafrumvarpi, þar á meðal stórra og áberandi fasteigna í miðborg Reykjavíkur.

Meðal annars er veitt heimild til að selja stórar fasteignir við Hlemmtorg, þar á meðal lögreglustöðina, en breyta á Hlemmi í eitt stærsta torg borgarinnar.

Þá er veitt heimild til að selja hús Ríkisskattstjóra á Laugavegi og byggingar sem voru í notkun Vegagerðarinnar en þessir reitir gætu samanlagt rúmað hundruð íbúða. Af öðrum dæmum má nefna Landhelgisgæslureitinn við Ánanaust og hús Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar, sem er í Kópavogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »