Loftbrúin komin í lag

Búið er að laga bilun í rafrænu kerfi Ísland.is.
Búið er að laga bilun í rafrænu kerfi Ísland.is. Sigurður Bogi Sævarsson

Bilanir á rafrænu kerfi Ísland.is hafa verið lagaðar og Loftbrúin, sem veitir Íslendingum 40% afslátt af innanlandsflugi, er því komin í lag. Kerfið lá niðri í stutta stund fyrr í dag.

mbl.is greindi frá því eftir hádegi að bilanir í kerfi sem notað er til þess að sækja afsláttarkóða fyrir innanlandsflug hafi legið niðri. Það hefur nú verið lagað og landsmenn geta því vandræðalaust sótt sér afsláttarkóða fyrir innanlandsflug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert