Lýsir yfir stuðningi við Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur lýst yfir stuðningi við samstarfskonu hennar í borgarstjórn, Hildi Björnsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor og stefnir á að verða borgarstjóri.

Katrín fer fögrum orðum um Hildi, sem einnig er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í færslu sem hún skrifaði á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þar lýsir hún henni sem „eldklárri“, „hugmyndaríkri“ og segir hana hafa „skýra framtíðarsýn“. Þá sé Hildur „sanngjörn“, „málefnaleg“ og geti unnið með fólki.

Lýkur hún færslunni á orðunum: „Ég vil að Hildur verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert