MDE tekur fyrir mál mótmælenda

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Ljós­mynd/​ECHR

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál Kára Orrasonar og Borys Andrzej Ejryszew til umfjöllunar.

Þeir voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglumanna í mótmælum í dómsmálaráðuneytinu árið 2019.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Kári að 19. grein lögreglulaga hafi ítrekað verið beitt til að skerða grundvallarréttindi til mótmæla. Vonast hann til að dómur frá Mannréttindadómstólnum verði til þess að ákvæðið verði endurskoðað.

MDE hefur óskað eftir greinargerð frá ríkinu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert