Nýr Baldur sigli á Breiðafirðinum

Fólkið bíður eftir því að komast um borð í ferjuna …
Fólkið bíður eftir því að komast um borð í ferjuna í Flatey. mbl.is/Sigurður Bogi

Innviðaráðherra verður falið að kaupa nýja Breiðafjarðarferju sem uppfyllir kröfur nútímans um öryggi og þægindi farþega og getur sinnt vöruflutningum fyrir atvinnulíf og íbúa á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Kannaðir verði möguleikar á að ferjan verði knúin með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Þetta er efni þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi og Eyjólfur Ármannsson, þingmaður úr Flokki fólksins, stendur að. Sjö aðrir þingmenn, meðal annars úr Sjálfstæðisflokki og VG, standa að tillögu þessari.

Enn fremur er í tillögunni gert ráð fyrir að fram að því að ný Breiðafjarðarferja verði tilbúin skuli Herjólfur III, gamla Vestmannaeyjaferjan, nýttur í hennar stað. Því fylgi að strax í júní á næsta ári skuli hefja framkvæmdir á hafnarmannvirkjum svo Herjólfur hæfi í nýju hlutverki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert