Vann 11 milljónir í Víkingalottóinu

Einn heppinn Íslendingur vann 11 milljónir í Víkingalottóinu í kvöld.
Einn heppinn Íslendingur vann 11 milljónir í Víkingalottóinu í kvöld.

Heppinn Íslendingur var annar tveggja sem hlutu annan vinning í Víkingalottóinu fyrr í kvöld, en rúmar 22 milljónir voru í verðlaun fyrir að vera með allar sex aðaltölur kvöldsins réttar en ekki víkingatöluna. Hinn vinningshafinn keypti sinn miða í Noregi, en aðalvinningur kvöldsins gekk ekki út.

Víkingalottóstölurnar að þessu sinni voru 1, 5, 15, 25, 30 og 31 og Víkingatalan var 3. Enginn var með allar sjö tölurnar réttar að þessu sinni, en potturinn var um 2.800 milljónir króna. 

Tveir voru hins vegar með allar sex aðaltölurnar líkt og fyrr sagði, einn frá Íslandi og annar frá Noregi. Fá þeir hvor um sig 11.434.350 krónur í sinn hlut. 

Þá voru fjórir Íslendingar með fimm af sex aðaltölum réttar, og fá þeir hver um sig 548.160 krónur. Einn vinningsmiðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni og annar á lotto.is. Þá voru tveir vinningsmiðar í áskrift.

Jókertölur kvöldsins voru 4, 1, 7, 3, og 1. Enginn var með allar fimm réttar í réttri röð, en 4 reyndust hafa fjórar tölur réttar í réttri röð. Fá þeir hver um sig 100.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert