Þurftu að loka fjórum verslunum um tíma

Fjórar verslanir Hagkaupa þurftu að loka í dag vegna bilunar …
Fjórar verslanir Hagkaupa þurftu að loka í dag vegna bilunar í kassakerfi verslananna. mbl.is/Hjörtur

Fjórar verslanir Hagkaupa þurftu að loka um tíma vegna bilunar í kassakerfi verslananna. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaupa segir að búið sé að leysa vandamálið og verslanirnar því opnar. 

„Við lentum í smá kleinu en við misstum út fjórar búðir út af tæknilegum ástæðum sem urðu til þess að ekki var hægt að skanna neitt inn. Kassakerfið lá því niðri en nú er búið að leysa málið og allt opið að nýju,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Ljósmynd/Aðsend

Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Eiðistorgi, Smáralind og á Akureyri þurftu að loka um stund vegna áðurnefndrar bilunar. 

Sigurður segir að um hafi verið að ræða vefþjónavandamál sem hann kunni þó ekki að gera almennileg skil. Tæknimenn séu nú búnir að leysa vandann. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert