Kostar tugi milljóna

Eftirlit með blóðgjöfum hryssa verður stórlega aukið.
Eftirlit með blóðgjöfum hryssa verður stórlega aukið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Líftæknifyrirtækið Ísteka ætlar að ráðast í víðfeðmar umbætur á eftirliti með blóðgjöfum hryssa. Í skriflegu svari til Morgunblaðsins segir framkvæmdastjórinn, Arnþór Guðlaugsson, að ekki sé búið að áætla kostnaðinn nákvæmlega en gera megi ráð fyrir að hann hlaupi á tugum milljóna króna. Umbæturnar krefjist fjárfestingar í bæði fólki og innviðum.

Greint var frá því í síðustu viku að Ísteka hefði rift samningi við tvo bændur á grundvelli dýravelferðarfrávika. Arnþór segir að samningnum hafi verið rift vegna þeirrar meðferðar sem sjá mátti í myndbandi sem svissnesk dýraverndarsamtök birtu í lok nóvember. Sást þar slæm meðferð hrossa af hálfu samstarfsbænda Ísteka.

Verið að rannsaka myndefnið

Alls hefur Ísteka verið í samstarfi við 119 bændur um blóðgjafir hryssa til lyfjaframleiðslu á þessu ári. Arnþór segir það skipta Ísteka, sem og viðskiptavini þeirra, miklu máli að afurðin sem fyrirtækið kaupi sé unnin með velferð dýranna að leiðarljósi. Rannsókn á myndbandinu og öðrum atvikum og fullyrðingum í því sé enn í gangi og niðurstaða liggi ekki fyrir.

Það sem Ísteka hyggst bæta snýr að stórum hluta að starfsfólkinu. Það verði frætt og vitundarvakning efld. Þá er stefnt að því að starfsmenn, bændur, dýralæknar og öryggisverðir hljóti formlega þjálfun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert