Siðanefnd mun taka fyrir meintan ritstuld

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir mál Berg­sveins Birg­is­son­ar en hann hefur sakað Ásgeir Jóns­son­ seðlabankastjóra um ritstuld. Þetta staðfestir Skúli Skúlason, formaður siðanefnd­ar, í samtali við mbl.is en nefndin fundaði í dag.

Að sögn Skúla mun nefndin nú afla nauðsynlegra gagna til þess að hún geti veitt álit sitt. Hann segir allan gang vera á því hversu langan tíma það taki nefndina að veita álit sitt og ekki sé búið að ákveða tímasetningu næsta fundar.

„Vinna siðanefndar byggir á því að beita óhlutdrægum vinnubrögðum og virða báða aðila á öllum stigum málsins,“ segir Skúli og bætir við að ekki sé um dómsmál að ræða.

„Við munum leggjast undir feld núna. Ég held það sé skynsamlegast fyrir alla.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert