Skora á borgarstjóra að lengja frestinn

Bústaðavegur við Grímsbæ.
Bústaðavegur við Grímsbæ. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykkt var nær einróma á fundi íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis í síðustu viku að skora á Dag B. Eggertsson borgarstjóra að framlengja frest til athugasemda um skipulagsbreytingu á Bústaðavegi.

Frestur til athugasemda rennur út 15. desember en samtökin vilja að hann verði framlengdur til 1. apríl á næsta ári.

Frá þessu greinir Gísli Kr. Björnsson, formaður samtakanna, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ljóst sé að of stuttur tími hafi verið gefinn til að gera athugasemdir við tillögur að breytingum í hverfinu. Þá segir Björn íbúa hafa gróskumiklar hugmyndir sem vert sé að borgaryfirvöld líti til. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert