19 mánaða meðalaldur við innritun í leikskóla

Börn eru að jafnaði 19 mánaða þegar þau innritast í …
Börn eru að jafnaði 19 mánaða þegar þau innritast í leikskóla í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á liðnu hausti var meðalaldur barna sem hófu vistun í leikskólum í Reykjavík 19 mánaða. 38% barnanna voru yngri en 18 mánaða þegar þau hófu vistun og um 78% barnanna voru 24 mánaða eða yngri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fram kemur að hlutfall barna í borgarreknum leikskólum sem hefja vistun fyrir 24 mánaða aldur hefur aukist úr 46% á árinu 2018 í 70% á þessu.

Þá segir að öllum börnum á biðlista um leikskólapláss sem voru orðin 18 mánaða 1. september hafi verið boðið leikskólapláss haustið 2021 og haustið 2020. Flestir foreldrar þáðu boð um leikskólapláss en ekki allir, t.d. vegna staðsetningar þess pláss sem þeim bauðst. Staðsetning fjögurra nýrra færanlegra leikskóla, svokallaðra Ævintýraborga, var valin í ljósi greiningar á eftirspurn eftir leikskólaplássum í hverfum borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert