Ómíkron miklu vægara en Delta

Ný rannsókn sýnir að tvöföld bólusetning gefur góða vörn.
Ný rannsókn sýnir að tvöföld bólusetning gefur góða vörn. AFP

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er að líkindum 23% vægara en Delta-afbrigðið og bóluefni veita góða vörn gegn því. Það eru niðurstöður fyrstu stóru rannsóknarinnar á hinu nýja afbrigði, sem tók til 78.000 Ómíkron-smita í Suður-Afríku.

Miðað við fyrsta afbrigði veirunnar, sem greindist í Wuhan í Kína, leiðir Ómíkron til 29% færri sjúkrahúsinnlagna, en 23% færri en Delta.

Miklu færri þurfa að fara á gjörgæslu vegna veikinda af völdum Ómíkron eða 5%, en það átti við um 22% Delta-innlagna.

Þrátt fyrir að talsvert sé um að bólusettir smitist af Ómíkron eru einkennin almennt mun vægari. Eins smitast börn frekar af Ómíkron en fullorðnir, en einkennin eru yfirleitt væg og svipuð kvefi.

Rannsóknin leiddi í ljós að bóluefni Pfizer, sem veitt hefur 80% vörn gegn kórónuveirusmiti, veitir aðeins 33% vörn gegn smiti Ómíkronafbrigðisins. Hins vegar eru einkenni bólusettra yfirleitt mun vægari, svo bóluefnið veitir 70% vörn gegn sjúkrahúsinnlögn og þær yfirleitt stuttar. Enginn lést af völdum Ómíkron meðan rannsóknin stóð yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert