Rúmlega 16 gráða hiti í nótt

Dalatangi. Hitamet fyrir 17. desember var slegið.
Dalatangi. Hitamet fyrir 17. desember var slegið. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Hiti mældist 16,1 gráða á Dalatanga á Austurlandi í nótt, sem er hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi þann 17. desember.

Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur á Veðurstofu, segir í samtali við mbl.is að mikilvægt sé að hafa í huga að hitinn geti farið upp og niður í allan desember en um sé að ræða mesta hita sem mælst hefur á þessari dagsetningu.

Mild suðvestanátt

Haraldur segir að hitinn hafi mælst í hnúkaþey þegar mild suðvestanátt átti leið yfir landið. „Hnúkaþeyr er þegar loftið hefur blásið yfir landið og þornar á leiðinni. Þá getur hitinn náð sér vel á strik,“ segir hann.

Áður var hitametið fyrir 17. desember 15 gráður, en það var árið 2007.

Hæsti hiti sem mælst hefur í desember á Íslandi er 19,7 gráður, árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert