Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum

Fram­lög til Rík­is­út­varps­ins verði auk­in um 420 millj­ón­ir króna samkvæmt …
Fram­lög til Rík­is­út­varps­ins verði auk­in um 420 millj­ón­ir króna samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, en styrkir til einkarekinna miðla lækka um 2%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

420 milljóna króna aukið fjárframlag til Ríkisútvarpsins hafði ekki áhrif á skerðingu styrkja til einkarekinna fjölmiðla að sögn Lilju Daggar Al­freðsdótt­ur, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Hún segir styrkina ekki tengda og að innbyggt tekjumódel Rúv hafi valdið þessari þróun.

Rekstraraðilar einkarekinna fjölmiðla voru margir síður en svo sáttir þegar fjárlagafrumvarp til næsta árs var kynnt. Þar kemur fram að styrkir til fjölmiðla skuli lækkaðir um 2%, eða um átta milljónir.

Krafan um aðhald náði þó ekki til allra fjölmiðla en framlög úr ríkissjóði voru stóraukin til Rúv. Nam aukningin 8% eða um 420 milljónum króna. Telur því heildarframlagið til miðilsins ríflega fimm milljarða króna.

Þess ber að geta að aukningin til Ríkisútvarpsins nemur meira fjármagni en upphæðin sem allir einkareknir miðlar fá í sinn hlut sem er um 384 milljónir króna samtals.

Ekki sátt við þróunina

„Þetta er auðvitað ekki tengt. Rúv hækkar vegna þess að það eru fleiri sem greiða afnotagjöldin en þeir voru færri á síðasta ári,“ segir Lilja, spurð út í fjárlagafrumvarpið, og bætir við að lækkun styrkja til einkarekinna miðla megi rekja til aðhaldskröfu sem lögð var á málefnasvið 18 og 19 sem miðlarnir heyra undir.

Lilja kveðst þó ekki sátt við þessa þróun og segir hana ástæðu til að rýna betur í hvernig ríkisfjármálin séu hugsuð með hliðsjón af fjárframlögum til fjölmiðla.

„Þetta er bara enn frekari hvatning til mín sem fjölmiðlaráðherra að sækja áfram fram í þágu fjölmiðla í landinu því þeir skipta miklu máli varðandi alla umræðu, varðandi tungumálið og aðhald.“

Vill skoða skattlagningu á stóru veiturnar

Spurð hvort hún búist við einhverjum frekari aðgerðum til að koma til móts við fjölmiðla í ljósi stöðunnar, kveðst Lilja ekki meðvituð um hvað fjárlaganefnd hyggst gera.

Hún telur þó tilefni til að skoða skattlagningu á stóru veiturnar sem hafa fengið miklar auglýsingatekjur. Væri þannig hægt að styðja betur við einkareknu fjölmiðlana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »