Jólagjafirnar sem nýtast best í Konukoti

Bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa reglulega gjafir til Konukots, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, bæði til starfseminnar og til kvenna sem þangað leita, þá sérstaklega um jólin.

Þó að allar gjafir séu gefnar með góðum hug er gott að muna að konurnar sem þiggja þjónustu í Konukoti eru heimilislausar og nýtast gjafirnar því misvel. 

Halldóra Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum. Þar útskýrir hún meðal annars hvaða gjafir nýtast sínum skjólstæðingum best, hvað myndi síður nýtast og hvað vantar oftast. 

Halldóra segir að þó að forsvarskonur Konukots séu alltaf þakklátar fyrir að fólk hafi starfsemina í huga nýtist húsbúnaður ekki heimilislausum konum. Hafi fólk hug á því að gefa gjafir í Konukot sé ávallt þörf á hlýjum fatnaði en einnig léttum útifatnaði eins og fingravettlingum. Þá vanti oft nærföt og sokka, snyrtivörur séu vinsælar gjafir og kósýföt eins og leggings og jogginggallar komi sér mjög vel. Oft sé þá vöntun á skóm í stærri kantinum svo hægt sé að vera í ullarsokkum við skóna.

Viðtalið við Halldóru má sjá í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert