Bubbi fékk undanþágu fyrir Þorláksmessutónleikana

Bubbi treður upp í Hörpu á Þorláksmessu.
Bubbi treður upp í Hörpu á Þorláksmessu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens munu fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu, þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir. Undanþága hefur fengist frá yfirvöldum fyrir tónleikana og munu því áður plönuð 500 manna sóttvarnahólf verða notuð. 

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá Bubba Morthens. „Staðan í morgun var virkilega svört,“ segir Bubbi sem segir að loks hafi náðst samkomulag um undanþágu vegna Þorláksmessutónleika hans í Hörpu á Þorláksmessukvöld eins og áætlað var. Hertar samkomutakarkanir hefðu ellegar leitt til þess að tónleikarnir hefðu fallið niður annað árið í röð. 

Bubbi er staddur á Akureyri og heldur tónleika í Hofi …
Bubbi er staddur á Akureyri og heldur tónleika í Hofi í kvöld.

„Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum,“ segir Bubbi.

Uppselt er á tónleikana en í tilkynningunni segir að einnig sé boðið upp á beint streymi frá Eldborgarsal Hörpu í sjónvarpi Símans og Vodafone en allar nánari upplýsingar um það má finna á heimasíðu Bubba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert