Bónus lengir afgreiðslutíma til að draga úr álagi

Verslanir Bónus verða almennt opnar frá klukkan 10 til 21.
Verslanir Bónus verða almennt opnar frá klukkan 10 til 21. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verslanir Bónus munu lengja afgreiðslutíma sinn yfir jólahátíðina til að forðast álagspunkta vegna nýrra sóttvarnareglna. Verslanir Bónuss verða nú almennt opnar frá klukkan 10 til 21 en Spöngin, Smáratorg og Skeifan verða opnar til 23.

Í tilkynningu frá Bónus segir að alla jafna sé minnst að gera í verslunum Bónus á morgnana og á kvöldin en álagið mesy frá kl. 17 og fram undir kvöldmatartíma.

„Bónus vonar að lengri afgreiðslutími og upplýsingar um álagspunkta dragi úr áhyggjum viðskiptavina nú þegar hert hefur verið á sóttvörnum einu sinni enn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert