Fjöldatakmarkanir í verslunum verði skýrari

Með breytingunni yrði verslun sem er 100 fermetra flatarmáli heimilt …
Með breytingunni yrði verslun sem er 100 fermetra flatarmáli heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu en samtökin hafa átt í samskiptum við ráðuneytið vegna óljósra sóttvarnareglna um hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.

Með reglugerðarbreytingunni yrði leyfilegt að taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.


Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;

  • 50 viðskiptavinum í 90 fermetra verslunarrými,
  • 55 viðskiptavinum í 110 fermetra verslunarrými,
  • 150 viðskiptavinum í 300 fermetra verslunarrými,
  • 200 viðskiptavinum í 400 fermetra verslunarrými  
  • 500 viðskiptavinum í 1.000 fermetra verslunarrými eða stærra.

Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.

mbl.is