Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu

Skjálftinn mældist á sama stað og smáskjálftahrinan.
Skjálftinn mældist á sama stað og smáskjálftahrinan. mbl.is

Skjálfti af stærðinni 3,3 fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu klukkan 23.22 í kvöld.

Mældist hann á sama stað og smáskjálftahrinan sem byrjaði um fimmleytið í dag, 4,5 kílómetra norðaustur af gossvæðinu í Geldingadölum.

Hátt í 400 skjálftar mælst á svæðinu á stuttum tíma

Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu segir skjálftann hafa fundist í Reykjanesbæ, Ásbrú, Kópavogi og Hafnarfirði. „Skjálftavirknin er búin að vera fram og til baka og hefur færst í vöxt,“ segir Böðvar.

Hátt í 400 skjálftar hafa mælst á svæðinu en eftir klukkan tíu í kvöld hafa mælst tveir skjálftar yfir þremur stigum; einn k. 23.22 að stærðinni 3,3 og einn að stærðinni 3,0 kl. 22.50, að sögn Böðvars.

Landsmenn hafa ekki tjáð sig um skjálftana í miklum mæli en einhverjir kæra sig ekkert um annað gos ofan í samkomutakmarkanirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert