97% með væg einkenni

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Tæplega 97% einstaklinga sem eru undir eftirliti Covid-göngudeildar Landspítala eru með væg eða engin einkenni vegna veirunnar. Þá eru tíu inniliggjandi á spítalanum, þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Í ágúst lágu 34 inni á spítalanum og voru þá smit töluvert færri en nú.

Graf/mbl.is

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þó að spítalainnlögnum gæti fjölgað hratt á næstu dögum þar sem yfirleitt taki það eina til tvær vikur fyrir innlagnir að endurspegla smittíðni í samfélaginu en 267 smit greindust á þriðjudag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir til skoðunar að aðrar heilbrigðisstofnanir taki við sjúklingum frá spítalanum. „Staðan á spítalanum og faraldrinum er ískyggileg. Við erum að reyna að manna okkar einingar eins vel og við getum. Stóra málið hjá okkur er að við erum með töluvert af fólki í einangrun og smitgát út af sýkingum,“ segir Guðlaug og bætir við að miðað við Covid-spánna verða 4.500 einstaklingar í eftirliti göngudeildarinnar um áramótin. Þá er staðan einnig þung á spítalanum sökum almennra veikinda, meðal annars vegna flensunnar og flensulíkra öndunarfæraeinkenna.

Nýtt bóluefni vekur vonir

Omíkron-smitum hefur fjölgað mjög ört í ýmsum löndum, en á hinn bóginn hefur sjúkrahúsinnlögnum ekki fjölgað í sama mæli og í fyrri smitbylgjum. Þó enn sé of snemmt að fagna eru uppi vonir um að Ómíkron valdi mun minni og vægari enkennum en fyrri afbrigði veirunnar, líkt og fyrstu rannsóknarniðurstöður frá Suður-Afríku gefa vísbendingar um.

Ekki síður vekja fréttir um nýja gerð bóluefnis, sem rannsóknarstofnun Bandaríkjahers hefur unnið að í tæp tvö ár, vonir um að hilla kunni undir að sigrast megi á kórónuveirunni áður en langt um líður. Prófanir á virkni þess í mönnum eru hafnar, en gangi allt að óskum mun það veita vörn fyrir öllum afbrigðum veirunnar, einnig þeim, sem ekki eru enn fram komin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »