Streymt frá aftansöng í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja streymir beint frá helgiathöfnum þetta árið.
Hallgrímskirkja streymir beint frá helgiathöfnum þetta árið. Árni Sæberg

Vegna sóttvarnatakmarkana geta einungis 400 manns mætt á aftansönginn í Hallgrímskirkju þessi jólin. Hallgrímskirkja býður þá fólki, sama hvar það er statt í heiminum, að fylgjast með í beinu streymi. 

Séra Sigurður Árni Þórðarson leiðir athöfnina og mun kór Hallgrímskirkju sjá um söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir flytur einsöng og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. 

Messuskrá má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert