26 bílar í logandi bílageymslu

Eldur kviknaði í bílageymslu í Seljahverfi í dag.
Eldur kviknaði í bílageymslu í Seljahverfi í dag. mbl.is/Kristján

Alls voru tuttugu og sex bílar í bílageymslunni sem kviknaði í í Seljahverfi í Breiðholti í dag. Tjónið er verulegt.

„Þetta var í eldri bílageymslu. Það logaði í þremur bílum þegar við mættum á staðinn en alls voru tuttugu og sex bílar í geymslunni. Þannig að tjónið er verulegt,“ segir varðstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is.

mbl.is