782 jákvæð sýni

Röð í sýnatöku í gær.
Röð í sýnatöku í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

782 jákvæð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Um er að ræða samanlagðan fjölda sýna tekinn innanlands og við landamæri. Niðurstöður úr einhverjum sýnum gætu hafa borist eftir miðnætti og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hversu margir greindust í gær.

Uppfært 12:07

Alls greindust 672 kórónuveirusmit í gær, þar af 664 innanlands. Um nýtt met er að ræða.

mbl.is