Ungar konur taka yfir þingið í dag

Gunnhildur verður sú yngsta í sögunni til að taka sæti …
Gunnhildur verður sú yngsta í sögunni til að taka sæti á Alþingi í dag. Samsett mynd

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag og verður þar með yngsti varaþingmaðurinn í sögu Íslands, 19 ára og átta mánaða að aldri.

Tekur hún við keflinu af Karli Liljendal Hólmgeirssyni sem settist á þing fyrir Miðflokkinn árið 2018, 20 ára og 355 daga gamall.

Þess má geta að Lenya Rún Taha Karim tekur einnig sæti varaþingmanns í þingflokki Pírata en hún verður fimmti yngsti varaþingmaðurinn til þess að taka sæti á Alþingi – Lenya lýsti þessu sem „gellu-takeover“ á Alþingi í dag í tísti í morgun.

Gunnhildur og Lenya undirrituðu drengskaparheit í byrjun þingfundar í klukkan ellefu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert