Snjóþungt á Norðurlandi

Snjóþungt er á Akureyri.
Snjóþungt er á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra

Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu daga og nær víða um 40 cm dýpt. Að sögn lögreglu á Akureyri hefur umferð þó gengið vel og engin óhöpp orðið. 

„Þetta hefur bara gengið ljómandi, engin óhöpp eða neitt en snjórinn er þó ansi þungur. Það er líka ástæða til þess að fólk fari varlega,“ segir lögreglan á Akureyri í samtali við mbl.is.

Á landinu öllu má búast við norðan- og norðaustanátt, víða 10-18 m/s og dálítil él, en bjart með köflum S- og V-lands og kólnar í veðri.

Á morgun er spáð norðaustan 8-15 m/s og éljum eða dálítilli snjókomu, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frost 1 til 8 stig, en frostlaust syðst. 

Snjór var víða djúpur.
Snjór var víða djúpur. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is