Frávísun málsins kærð til ríkissaksóknara

Frávísun málsins hefur þegar verið kærð til ríkissaksóknara.
Frávísun málsins hefur þegar verið kærð til ríkissaksóknara. mbl.is

Kæru á hendur Matthildi Ásmundardóttur, bæjarstjóra Hornafjarðar, og eftir atvikum fleiri kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins, vegna meintrar tilraunar til að hafa fé af félaginu Hátíðni ehf. með ólögmætum eða saknæmum hætti, hefur verið vísað frá hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Er rannsókn málsins vísað frá á þeim forsendum að um einkaréttarlegan ágreining sé að ræða sem ekki verði leyst úr með sakamálarannsókn. 

mbl.is greindi frá málinu í gær, en kæran var lögð fram vegna mögu­legs auðgun­ar­brots og brots í op­in­beru starfi.

Lögmaður kæranda segir í samtali við mbl.is að frávísun lögreglu standist ekki skoðun og að fullt tilefni sé að rannsaka málið frekar.

Ljóst sé að málið hafi ekki verið skoðað af fullnægjandi hátt af hálfu lögreglu. Frávísun málsins hefur þegar verið kærð til ríkissaksóknara, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni kæranda.

Notkun á gagnatengingum ekki hætt

For­saga máls­ins er að Horna­fjörður var með þjón­ustu­samn­ing við Hátíðni ehf. um rekst­ur tölvu- og upp­lýs­inga­kerf­is í tugi ára en samn­ingn­um var sagt upp í júní 2017. Hluti af þjón­ust­unni voru gagna­teng­ing­ar sem sveit­ar­fé­lag­inu bar að hætta allri notk­un á við samn­ings­lok.

Sam­kvæmt kær­unni var notk­un hins veg­ar ekki hætt og sendi Hátíðni sveit­ar­fé­lag­inu reikn­inga fyr­ir notk­un­inni. Um þá skapaðist ágrein­ing­ur og hafa þeir ekki verið greidd­ir þrátt fyr­ir greiðslu­áskor­an­ir, en dóms­mál vegna þess máls er nú rekið fyr­ir héraðsdómi Aust­ur­lands.

Létu út­búa reikn­ing vegna meintr­ar leigu

Í kær­unni kem­ur fram að í til­raun sveit­ar­fé­lag­ins til að kom­ast und­an greiðslu­skyldu hafi verið út­bú­inn ólög­mæt­ur reikn­ing­ur á Hátíðni ehf., vegna meintr­ar leigu á aðstöðu í Gamla vatnstankn­um, hús­næði í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. En eig­andi fé­lags­ins hef­ur verið með lítið loft­net uppi á tankn­um.

Hafn­ar hann greiðslu­skyldu á þeim for­send­um að sam­komu­lag hafi verið í gildi á milli hans og sveit­ar­fé­lags­ins þess efn­is að hann hafi lyk­il að vatnstankn­um og þjónusti sveit­ar­fé­lagið, meðal ann­ars með því að hleypa inn starfs­mönn­um fjar­skipta­fyr­ir­tækja sem eru þar með búnað, yf­ir­leitt á kvöld­in og um helg­ar svo sveit­ar­fé­lagið þurfi ekki að ræsa út starfs­menn með til­heyr­andi kostnaði. Þetta hef­ur fyrr­ver­andi for­stöðumaður sveit­ar­fé­lags­ins staðfest. Þá sé loft­netið hans per­sónu­lega eign en ekki fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert