Vara við gróðureldum um áramót

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Lítið þarf til að koma af stað gróðureldum sem getur valdið mikilli eyðileggingu á gróðri, dýralífi og jafnvel sett menn og mannvirki í hættu á suðvesturhorni landsins þar sem einstaklega þurrt er og hefur verið og gróður mjög þurr.

Á þetta er bent á facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu. 

Í gærkvöldi var allt til­tækt slökkvilið í Árnes­sýslu var kallað út vegna gróðurelds við Árnes. Talið er að glóð úr flug­eld­um hafi borist í sinu.

Áréttað er í færslunni að fólk sýni ýtrustu varkárni nú um áramótin við notkun á flugeldum og meðferð elds.

„Hafa þarf í huga að skjóta ekki upp flugeldum á stöðum þar sem hætta er á að glóð /eldur geti farið í gróður og kveikt gróðurelda.

Nauðsynlegt er að hafa við [höndina] slökkvitæki, garðslöngu, eða vatnsfötur með vatni við notkun flugelda ef eldur fer í gróður,“ segir í henni. 

Sjá má færsluna í heild sinni hér:mbl.is