150 milljón rúmmetrar af hrauni

Frá eldgosinu í Geldingardölum.
Frá eldgosinu í Geldingardölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars kl 20:45. Þetta var fyrsta gos á Reykjanesskaganum í tæp 800 ár, eða frá því árið 1240, og kom það í kjölfarið á 14 mánaða langri atburðarás.“ Svona byrjar færsla á síðunni Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, sem haldið er úti af sérfræðingum í faginu. 

Þar er farið yfir eldgosið í Geldingadölum á árinu, í tölum og er atburðarásin rakin frá byrjun til enda. 

„Í byrjun maí tók að bera á risastórum strókum sem á nokkurra mínútna fresti risu upp í 200-300 metra hæð þegar mest lét. Sjónarspilið var ótrúlegt og mátti í rökkri sjá glóandi strókana af Höfuðborgarsvæðinu og úr tugkílómetra fjarlægð,“ segir i færslunni meðal annars. 

Þá er það rifjað upp að í byrjun sumars voru Geldingadalir orðnir barnafullir af hrauni og fylgdumst landsmenn með því þegar hraun tók að renna yfir í aðra dali, bæði á staðnum og í vefmyndavélum fjölmiðla á svæðinu. „Hraunið fossaði ofan af fjallinu ofan í dalina í mögnuðum hraunfossum.“

Sömuleiðis er í færslunni að finna eftirfarandi tölur sem eru samkvæmt mælingum Náttúrufræðistofnunnar Íslands og Jarðvísindastofnunar HÍ. 

Upphaf: 19. mars kl. 20:45
Lok: 18. september
Lengd goss: 183 dagar (hálft ár)
Flatarmál: 4,85 ferkílómetrar
Rúmmál: 150 miljón rúmmetrar (0,15 km3)
Meðalhraunflæði: 9,5 rúmmetrar/sekúndu

Hraunflæði og rúmmál miðað við raunrúmmál hrauns, en ekki rúmmál fast efnis (DRE).

Færsluna má lesa í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert