1.557 smit innanlands – langmesti fjöldinn

Frá röð í sýnatöku í gær.
Frá röð í sýnatöku í gær. mbl.is/Ari Páll

1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Er um metfjölda smita innanlands að ræða en áður var mesti fjöldinn 839 smit, sem greindust í fyrradag.

Alls greindist 1.601 með veiruna en þar af voru 44 landamærasmit. 

Alls voru 731 í sóttkví. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví.

Fjöldi PCR sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð nk. mánudag. Eins og áður þá teljast þessar tölur sem sendar eru út um hátíðisdagana, sem bráðabirgðatölur, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert