Áramótaflugeldarnir í beinni

Flugeldasýning borgarbúa á áramótunum er alltaf mikið sjónarspil. Í ár …
Flugeldasýning borgarbúa á áramótunum er alltaf mikið sjónarspil. Í ár verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lesendur mbl.is geta fylgst með sprengjugleði íbúa höfuðborgarsvæðisins í beinni útsendingu á áramótunum. Þrjár streymisvélar mbl.is eru vel staðsettar á útsýnisstöðum í borginni og því er hægt að fylgjast vel með flugeldasýningu borgarbúa heima í stofu.

Fylgjast má með í gluggunum hér að neðan en vélunum verður beint að góðum sjónarhornum.


 mbl.is