Man ekki eftir öðru eins

Stór sinubruni varð í Úlfarsárdal á fyrsta tímanum í nótt.
Stór sinubruni varð í Úlfarsárdal á fyrsta tímanum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk alls 140 útkallsbeiðnir í nótt vegna eldsvoða. Varðstjóri bendir á að eitthvað af því sé fólk að hafa samband út af sama brunanum og segir að útköllin á slökkvibíl hafi verið 70. Hann man ekki eftir öðru eins álagi, þótt yfirleitt sé mikið að gera fyrstu nótt nýs árs.

Þrátt fyrir mörg útköll segir varðstjóri að verkefnin hafi gengið vel.

Um var að ræða gróðurelda, elda í rusli og einhver minni háttar útköll út um allan bæ.

Spurður um ástæðu fyrir þessu mikla álagi í nótt bendir varðstjórinn á hversu þurrt var í nótt. Auk þess segir hann alltaf mikið að gera á nýársnótt.

Auk eldanna á höfuðborgarsvæðinu barðist slökkvilið á Selfossi og Akranesi við sinuelda í gærkvöldi og nótt. Einstaklega þurrt var á suðvesturhorninu og biðlaði slökkvilið til fólks að fara varlega við meðferð elds.

Slökkviliðsmaður að störfum í nótt.
Slökkviliðsmaður að störfum í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert