Þakplötur og fiskikör fjúka

Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í bálveðrum.
Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í bálveðrum. mbl.is/Golli

Landsbjörg sendi nú í dag frá sér tilkynningu þar sem minnt er á viðvaranir frá Veðurstofu Íslands en víðast hvar á landinu eru gular viðvaranir í gildi og því ekkert ferðaveður. Það virðast þó ekki allir gera sér grein fyrir því. 

Björgunarsveitir höfðu fyrr í dag verið kallaðar út í þrígang vegna tjóns sem veðrið hefur valdið. Björgunarsveitir voru ræstar út á Akranesi, á Hellu og í Þorlákshöfn vegna þessa.

Lausamunir höfðu fokið í storminum, fánastöng og fiskikör fuku þá einnig. Á Hellu þurfti síðan að koma matarvagni í skjól vegna veðurs.

Björgunarsveitirnar á Akureyri og á Suðurnesjum voru svo ræstar út nú um hálffjögur þar sem þakplötur tóku að fjúka. Þá eru björgunarsveitarmenn á leið sinni upp á Öxnadalsheiði til þess að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem sitja fastir uppi á heiði.  

Landsbjörg - Slysavarnafélagið Landsbjörg - björgunarsveitir -
Landsbjörg - Slysavarnafélagið Landsbjörg - björgunarsveitir - mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það verður leiðindaveður um nánast allt land í dag.
Það verður leiðindaveður um nánast allt land í dag. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert