Tolli hyggst klífa hæsta fjall S-Ameríku

Tolli og Arnar við rætur Esju.
Tolli og Arnar við rætur Esju. Ljósmynd/Einar Bárðar

Listmálarinn Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, lenti í dag í Argentínu ásamt Arnari Haukssyni en þeir hyggjast klífa Aconcagua, hæsta fjall Suður-Ameríku.

Fjallið liggur við landamæri Síle og er 6.961 metri að hæð.

Tolli og Arnar ætla klífa fjallið til þess að vekja athygli á starfsemi Batahúss og safna áheitum fyrir starfsemina.

Mikil bata- og sáttarganga

Batahúsið tók til starfa í fyrra og felst starfsemi þess í einstaklingsmiðuðum bataúrræðum fyrir þá sem eru að ljúka afplánun. Tolli og Arnar eru í stjórn Batahúss.

„Þetta verður fyrir mig mikil bata- og sáttarganga en við tileinkum gönguna Batahúsinu sem er úrræði fyrir þá sem eru að koma úr fangelsum og feta sig inn í eðlilegt líf,“ segir Tolli í gamlársfærslu sinni á Facebook. Meininguna segir hann að safna fyrir Sollusjóð, sem er styrktarsjóður Batahúss.

Áratuga hefð

Tolli segir í færslunni að það sé áratuga hefð hjá sér að labba á fjall á nýársdag sem hann hafi líklega tekið upp eftir móður sinni.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja skjólstæðinga Batahúss til þess að sækja sér sérfræðiaðstoð hjá sálfræðingum, fíknifræðingum og öðrum fagaðilum. Einnig styrkir sjóðurinn nám og ýmiss konar fræðslu.

Styrkja má leiðangur Tolla og Arnars með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala Bata góðgerðarfélags er 630921-1390
Reikningsnúmerið er 0537-26-7487

Óski styrkveitendur eftir frekari upplýsingum er hægt að senda fyrirspurn á bati@batahus.is

Tolli og Arnar inni á vinnustofu Tolla.
Tolli og Arnar inni á vinnustofu Tolla. Ljósmynd/Einar Bárðar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert