Fara fram á afturköllun markaðsleyfis

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa lagt fram stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins vegna skilyrts markaðsleyfis bóluefnisins Comirnaty, við Covid-19, fyrir börn á aldrinum 5-11 ára.

Samkvæmt kærunni er „sú vanræksla Lyfjastofnunnar“ að afturkalla ekki markaðsleyfið skilyrta kærð.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir kærunni. 

Vísað er til lyfjalaga þar sem mælt er fyrir um skyldu til afturköllunar markaðsleyfis lyfs þegar talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt.

„Þess er krafist að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn, enda hafa ekki komið fram gögn sem sýna að ávinningur bóluefnisins gegn omicron afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar sé meiri en áhætta af notkun þess,“ segir í kröfugerð stjórnsýslukærunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert