700.000 erlendir ferðamenn 2021

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. mbl.is/Eggert

Skarphéðinn Steinarsson ferðamálastjóri segir óverulega aðlögun hafa orðið í ferðaþjónustu í fyrra hvað snertir fjölda fyrirtækja.

„Það hefur ekki orðið fækkun í greininni og fjárhagsleg afkoma á árinu 2020 er heldur skárri en hefði mátt óttast,“ segir Skarphéðinn.

Ferðamálastofa mun í dag kynna nýja skýrslu um fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar.

Samkvæmt fyrri skýrslunni, sem kom út fyrir jól 2020, var það mat KPMG að afkoma greinarinnar yrði jákvæð við 1.230 þúsund ferðamenn á árinu 2021, ef gert væri ráð fyrir aðlögun með slitum félaga sem ekki voru lífvænleg í árslok 2019. Til samanburðar komu hingað tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn í fyrra, borið saman við 486 þúsund á árinu 2020, en báðar tölur eru langt undir viðmiði KPMG. Þá má rifja upp að hingað komu rúmlega tvær milljónir ferðamanna 2019 en þá var niðursveifla eftir gjaldþrot WOW air.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »