Icelandair fellir niður flug á fimmtudag

Allar flugferðir falla niður á fimmtudaginn.
Allar flugferðir falla niður á fimmtudaginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair hefur ákveðið að fella niður flugferðir á Keflavíkurflugvelli á vegum félagsins á fimmtudaginn næstkomandi, þann 6. janúar, þar sem vonskuveðri er spáð þann dag.

Kemur þetta fram í tilkynningu á vefsíðu flugfélagsins en þar segir að farþegar þurfi ekki að hafa samband við flugfélagið, heldur verði þeir sjálfkrafa endurbókaðir í annað flug og verður ný ferðaáætlun send á netfang þeirra. 

Veðurspáin er ekki góð þessa vikuna en útlit er fyrir að það mesta verði liðið hjá upp úr hádegi á fimmtudaginn. Þá er einmitt von á einstaklega djúpri lægð en henni fylgja tvær lægðir á föstudag og sunnudag.

mbl.is