Róbert Marshall hættur í forsætisráðuneytinu

Róbert Marshall.
Róbert Marshall. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Róbert Marshall lét af störfum sínum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar nú um áramót. Hann segir í samtali við mbl.is að hann muni nú snúa sér að leiðsögn fyrir Ferðafélag Íslands, en áhugi Róberts á útivist er vel þekktur. 

Róbert var ráðinn tímabundið til starfa fyrir forsætisráðuneytið sem upplýsingafulltrúi árið 2020. Í fyrra fékk hann launalaust leyfi frá vinnu til þess að reyna fyrir sér í prófkjöri VG í Suðurkjördæmi en þar hlaut hann ekki brautargengi. 

Ró­bert er fyrr­ver­andi alþing­ismaður fyr­ir Sam­fylk­ing­una og síðar Bjarta framtíð en hann hef­ur starfað við fjalla­leiðsögn, þjálf­un og úti­vist und­an­far­in ár. Hann var formaður ungra alþýðubanda­lags­manna á yngri árum. Á þingi gegndi hann m.a. þing­flokks­for­mennsku, for­mennsku í alls­herj­ar­nefnd, for­mennsku í Íslands­deild þings Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu og sat í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd, Þing­valla­nefnd og Norður­landaráði.

Hann starfaði við fjöl­miðla um ára­bil og var aðstoðarmaður sam­gönguráðherra áður en hann sett­ist á þing árið 2009. Ró­bert er fyrr­ver­andi formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands og var um tíma for­stöðumaður frétta­sviðs 365.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert