Tölvuþrjótar krefja Strætó um greiðslu

Ekkert bendir til þess að tölvuþrjótarnir hafi eða geti misnotað …
Ekkert bendir til þess að tölvuþrjótarnir hafi eða geti misnotað þær upplýsingar sem þeir komust yfir. mbl.is/Hari

Erlendir tölvuþrjótar komust yfir viðkvæm gögn hjá Strætó í lok desember. Brutust þeir inn í kerfi Strætó og afrituðu gögn og upplýsingar sem þar var að finna.

Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og verði Strætó ekki að þeirri greiðslu hafa þeir hótað að leka gögnum Strætó á netið. Netöryggissveit Íslands hefur ráðlagt Strætó að verða ekki að kröfum þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Tölvuþrjótarnir komust yfir upplýsingar um starfsfólk Strætó, umsækjendur, tengiliðaupplýsingar forsvarmanna birgja, samstarfsaðila, verktaka og afrit af hljóðupptökum símtala.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og hefur verið gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang tölvuþrjótanna.

Ekkert bendir til þess að tölvuþrjótarnir hafi eða geti misnotað þær upplýsingar sem þeir komust yfir en ekki er hægt að útiloka að þeim verði lekið á netið segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert