Fæðingar í fyrra nærri metinu 2009

Hvítvoðungur.
Hvítvoðungur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fædd börn á Íslandi á nýliðnu ári voru um 5.000 og hafa ekki verið jafn mörg frá 2009. Búist er sömuleiðis við fjölda fæðinga á næstunni, svo segja má að um þessar mundir sé viðkoma þjóðarinnar góð.

Engar algildar skýringar eru á þessari fjölgun, en á síðasta áratug hafa fæðingarnar verið sum árin allt að 1.000 færri en var í fyrra. Verðandi móðir bendir á að hjá flestum sé tilveran í faraldri rólegri en áður og þá hugsi fólk á barneignaaldri öðruvísi. Velti fyrir sér hvað raunverulega skipti sig máli. Barneignir verði oft niðurstaðan.

Áhrifa fleiri fæðinga gætir með ýmsu móti. Útgjöld Fæðingarorlofsssjóðs jukust um tvo milljarða króna frá 2020 til 2021 og voru í fyrra um 22 milljarðar króna.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert