Hálft ár frá hoppukastalaslysinu

Hoppukastalinn kallaðist Skrímslið og var sá stærsti í heimi. Eins …
Hoppukastalinn kallaðist Skrímslið og var sá stærsti í heimi. Eins hoppukastali var staðsettur í Heiðmörk.

Lögreglan á Akureyri kveðst ekki geta tjáð sig um einstaka rannsóknarliði eða rannsóknaraðgerðir í hoppukastalamálinu svokallaða þegar hópslys varð á börnum þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri 1. júlí í fyrra. 

Hálft ár er liðið frá því að slysið átti sér stað og rannsókn þokast áfram en er ekki komin á það stig að lögreglan geti veitt neinar nánari upplýsingar. Málið sé viðkvæmt og mikilvægt að vanda til verka. 

Þá gat lögreglan heldur ekki veitt upplýsingar um líðan barnsins sem flutt var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að það féll úr talsverðri lofthæð, til jarðar. 

Nýlega varð sambærilegt hoppukastalaslys í Ástralíu, en afleiðingar þess urði þó enn alvarlegri þar sem sex börn létu lífið. 

Óljóst hver beri ábyrgð

Það kann að flækja rannsóknina að, við eftirgrennslan blaðamanns í sumar, virtist ekki fyllilega ljóst hvaða eftirlitsaðili bæri raunverulega ábyrgð á eftirliti með hoppuköstölum sem þessum.

Heilbrigðiseftirlitið bæri ábyrgð á leiktækjum en Vinnueftirlitið, á mótorum, líkt og þeim sem knýr áfram hoppukastalann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert