„Fólk keyrir bara eins og það vill og leggur þar sem það vill,“ segir Ágústa Jónasdóttir, verslunareigandi við Ármúla.
Verslun Ágústu, Íslensk heimili, er við Ármúla 42 sem er beint á móti bílastæðinu við Orkuhúsið gamla þar sem miðstöð sýnatöku vegna Covid-19 er. Mikil ásókn er í bílastæði við verslun Ágústu og aðrar nálægar verslanir þegar álag er í sýnatökum.
„Við erum alveg komin með meira en nóg,“ segir Ágústa og vísar til umræðu verslunareigenda í götunni í sérstökum Facebook-hópi. Hún segir að umferðin og ásóknin í stæði hafi aukist sérstaklega mikið að undanförnu enda miklar annir við sýnatöku. Margir leggir hins vegar í stæði við Ármúlann þó nóg sé af lausum stæðum á plani Orkuhússins.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.