Vinnupallar hrundu og klæðningar losnuðu

Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær sinntu lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir um 70 verkefnum frá kl. 22:45 til kl. 4 í nótt.

Klæðningar losnuðu, vinnupallar hrundu, þakplötur fuku og ýmislegt fauk frá vinnusvæðum.

Sömuleiðis fuku til kerrur og hjólhýsi, auk þess sem partýtjald var í einu tilfelli komið yfir í næsta garð, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fuku meðal annars flísaklæðningar af nýbyggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Hann segist fyrir fram hafa búist við færri verkefnum í nótt.

Rólegt var hjá Landhelgisgæslunni. Stærstu skipin eru úti á sjó og þyrlur voru ekki kallaðar út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert