Líklegt að íbúar finni áfram einhverja lykt

Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá árinu 2017.
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá árinu 2017. mbl.is/Árni Sæberg

Þótt ráðist verði í umfangsmiklar endurbætur á aðstöðu og rekstri kísilversins í Helguvík verður áfram óvissa um losun rokgjarnra lífrænna efna og áhrif þeirra á loftgæði, að mati Skipulagsstofnunar.

Talið er að þessi efni hafi orsakað þá lyktarmengun og óþægindi sem íbúar í nágrenninu fundu fyrir á meðan verksmiðjan var í rekstri. Líklegt er talið að íbúar verði áfram varir við lykt en í minna mæli en áður.

Kísilverinu var lokað 2017 vegna mengunar. Núverandi bæjarstjórn er andvíg endurræsingu. Umhverfismati fyrir endurbætur á aðstöðu og rekstri kísilversins er lokið. Skipulagsstofnun telur að mjög dragi úr áhrifum verksmiðjunnar en leggur til að sett verði frekari skilyrði. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert