Tveir létust af völdum Covid-19 í gær

Tveir létust af völdum Covid-19 á spítalanum í gær.
Tveir létust af völdum Covid-19 á spítalanum í gær. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Tveir karlmenn á níræðisaldri létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum í gær.

Í dag liggja 36 einstaklingar smitaðir af Covid-19 á Landspítalanum. 29 eru í einangrun en sjö eru lausir úr einangrun. Á gjörgæslu eru sjö sjúklingar og eru fimm þeirra í öndunarvél. Covid-sjúklingar liggja nú á átta deildum Landspítalans.

Tvær innlagnir voru á spítalinn í gær vegna Covid-19 og og 4 útskriftir, en andlátin eru inni í þeirri tölu.

Mikið um að fólk í einangrun leiti á bráðamóttöku

Í tilkynningu á vef Landspítalans kemur fram að töluvert sé um að fólk í einangrun eða sóttkví leiti til bráðamóttöku, ýmist vegna Covis-19 eða annarra vandamála. 

8.597 sjúklingar eru nú í eftirliti hjá Covid göngudeild spítalans, þar af 2.207 börn. Daglega koma á þriðja tug til mats og meðferðar á göngudeildinni.

175 starfsmenn spítalans eru í einangrun og fækkar heldur á milli daga. 170 starfsmenn eru í sóttkví og eru 53 við störf í vinnusóttkví.

mbl.is