Kærkomin róleg nótt hjá björgunarsveitum

Frá björgunarstörfum.
Frá björgunarstörfum. mbl.is/Arnþór

Það var kærkomin róleg nótt hjá björgunarsveitum landsins í nótt þrátt fyrir leiðindaveður og gula veðurviðvörun víða um land að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

„Það bárust tvö útköll, hvort sínum megin við miðnætti í nótt. Annað var á Álftanesi og hitt í Grindavík, hvort tveggja foktjón. Það var allt og sumt og því var reddað og fékk björgunarsveitarfólk síðan að fara heim að hvíla sig,“ sagði Davíð Már.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert