Hefur staðið tæpt

Fyrirtæki í byggingariðnaði hafa orðið fyrir barðinu á miklum frátöfum …
Fyrirtæki í byggingariðnaði hafa orðið fyrir barðinu á miklum frátöfum starfsfólks sökum einangrunar vegna Covid-19 og sóttkvíar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtæki í byggingariðnaði og matvælaframleiðslu hafa orðið fyrir barðinu á miklum frátöfum starfsfólks sökum einangrunar vegna Covid-19 og sóttkvíar, sérstaklega síðustu vikur. Stjórnendur segja þó að í flestum tilvikum hafi þetta sloppið til, ekki hafi þurft að stöðva vinnu við byggingar eða framleiðslu í fyrirtækjum, þótt stundum hafi staðið tæpt. Mjög hefur fjölgað í einangrun og sóttkví að undanförnu vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Yfir 20 þúsund manns eru nú í þessari stöðu.

„Við höfum satt best að segja verið mjög heppin fram til þessa en nú kvarnast úr hópnum dag frá degi. Staðan er afleit og þetta er farið að hafa töluverð áhrif á okkar starfsemi,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, sem vinnur um þessar mundir að uppbyggingu íbúða í Vogabyggð, Sunnusmára og Urriðaholti auk þess að byggja nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis. Hann segir að finna verði viðunandi lausn því þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví og einangrun hafi nú veruleg áhrif á samfélagið. „Þetta er vissulega heftandi ástand,“ segir hann.

„Vissulega hafa fyrirtæki verið í miklum vandræðum en náð að bjarga sér,“ segir Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á viðskipta- og hugbúnaðarsviði hjá Samtökum iðnaðarins, spurður um stöðuna hjá fyrirtækjum í matvælavinnslu. Fulltrúar stórra afurðastöðva í landbúnaði og drykkjarvöruframleiðslu sögðu að ekki hefði komið til það mikilla frátafa starfsfólks að ekki hafi verið hægt að veita viðskiptavinum fulla þjónustu, þótt stundum hafi staðið tæpt.

Tilslakanir á reglum um sóttvarnir hjálpa fyrirtækjunum að halda starfseminni gangandi en margir stjórnendur voru orðnir kvíðnir vegna óvissu um þróun faraldursins.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert