Lögreglan á Suðurnesjum hættir á Facebook

Hægt verður að nálgast upplýsingar og tilkynningar frá lögreglunni á …
Hægt verður að nálgast upplýsingar og tilkynningar frá lögreglunni á logreglan.is. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á Suðurnesjum mun ekki lengur veita upplýsingar um störf sín á Facebook í ljósi athugasemda Persónuverndar um notkun og móttöku upplýsinga á þessum samskiptamiðli.

Frá þessu var greint í lokafærslu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook.

Öflug persónuvernd er lögreglunni á Suðurnesjum kappsmál og leggjum við áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Lögum samkvæmt ber okkur að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt,“ segir í færslunni.

LSS hefur því tekið ákvörðun um að hætta að nota Facebook í samskiptum við almenning og verður síðunni lokað eftir sólarhring.

Hægt verður að nálgast upplýsingar og tilkynningar til almennings á vefsíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum, eftir því sem við á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert