Ekki verið að mismuna Janssen-þegum

Bóluefni Janssen.
Bóluefni Janssen. AFP

Þórólfur Guðnason sóttavarnalæknir segist hafa svarað erindi umboðsmanns Alþingis þar sem spurt var hvort staðið hafi til að gera grein­ar­mun á fram­kvæmd sótt­kví­ar bólu­settra eft­ir því hvaða bólu­efni viðkom­andi hafi fengið.

Greint hef­ur verið frá því að þeir sem hafa verið bólu­sett­ir með þrem­ur skömmt­um af bólu­efni, a.m.k. hálf­um mánuði fyr­ir ber­skjöld­un gagn­vart smiti vegna Covid-19, sæti ekki sömu tak­mörk­un­um í sótt­kví sam­kvæmt reglu­gerð heil­brigðisráðherra, að því er fram kem­ur á vef umboðsmanns. 

„Sam­kvæmt orðalagi reglu­gerðar sem sett var 7. janú­ar virðast þeir sem upp­haf­lega voru bólu­sett­ir með Jans­sen, sem fer fram með ein­um skammti bólu­efn­is í stað tveggja, og þegið hafa einn örvun­ar­skammt, þó ekki falla und­ir rýmk­un á regl­um um sótt­kví,“ segir meðal annars í erindi umboðsmanns.

Þórólfur segir að snemma hafi komið fram að þeir sem fengu Janssen fengju skammt númer tvö í framhaldinu. 

Þeir fái svo í framhaldinu örvunarskammt, eins og hin bóluefnin. Engin mismunin sé þar á milli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert