Guðmundur Árni vill oddvitasætið í Hafnarfirði

Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni Stefánsson. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sendiherra, þingmaður og ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir Samfylkinguna vegna komandi bæjarstjórnarkosningar í bæjarfélaginu.

„Fyrsta skrefið í þeirri vegferð er þátttaka í prófkjöri flokksins sem fer fram 12.febrúar næstkomandi þar sem ég óska eftir stuðningi í 1.sæti listans,“ skrifar Guðmundur á Facebook.

Segir hann marga jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa haft samband á síðustu vikum og óskað eftir því að hann legði lið við að styrkja stöðu jafnaðarmanna í bænum.

„Áður og fyrr stjórnuðu jafnaðarmenn í Hafnarfirði, þegar kraftur og framsýni í samstarfi við bæjarbúa var einkennandi.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert